RÁÐSTEFNUR / VIÐBURÐIR / HVATAFERÐIR

Fersk, fagleg og framúrskarandi – fyrir þig

FRÉTTATILKYNNING

SENA, SENA LIVE OG CP REYKJAVÍK SAMEINAST Í EITT FÉLAG

Fyrirtækin Sena, Sena Live og CP Reykjavík hafa sameinast í eitt félag undir nafninu Sena. Sena mun í krafti sameiningar bjóða upp á hágæða upplifanir á öllum sviðum viðburða og afþreyingar fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Sena rekur í dag kvikmyndahúsin Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Akureyri, er umboðs- og dreifingaraðilar Playstation, Sony Pictures og 20th Century Fox Entertainment ásamt því að vinna í nánu samstarfi við íslenska kvikmyndaframleiðendur.

Sena Live er í dag fremsti tónleikahaldari landsins og hefur haldið stórtónleika á borð við Ed Sheeran, Justin Timberlake, Justin Bieber, uppistandssýningar með öllum helstu grínistum heims, auk árlegra viðburða á borð við Jólagesti Björgvins og tónlistarhátíðina Iceland Airwaves.

CP Reykjavík er leiðandi á Íslandi þegar kemur að fyrirtækjaviðburðum, hvataferðum og ráðstefnum. Má þar nefna skipulagningu ferða kaupstefnunnar Vestnorden og ráðstefnu norrænna ljósmæðra.

CP Reykjavík hefur einnig umsjón með skipulagningu árshátíða margra stærstu fyrirtækja landsins á borð við Bláa Lónið, Ölgerðina, og Íslandsbanka. Þá sér CP Reykjavík um sérhannaðar ferðir erlendra viðskiptahópa og fyrirtækja til Íslands.

Sena Live, keypti í september í fyrra meirihluta CP Reykjavík, en frá og með 1. október munu rekstareiningarnar þrjár sameinast í eitt félag. Áætluð velta sameinaðs félags árið 2019 er um 4.7 milljarðar króna, fastir starfsmenn eru 28 talsins, og um 110 starfsmenn eru í hlutastörfum. Félagið Sena er eftir sameininguna í eigu Jóns Diðriks Jónssonar og lykilstjórnenda.

Með sameiningu fyrirtækjanna verður til á einum stað gríðarleg þekking og reynsla í skipulagningu hvers kyns viðburða. Sena getur nú boðið upp á sérþekkingu í útfærslu á viðburðum fyrir bæði fyrirtæki og einstaklinga og getur mætt hörðustu kröfum gesta sem og íslenskra og erlendra fyrirtækja. Að hverju verkefni kemur kröftugt og fjölhæft teymi sem nýtir víðtæka reynslu og sérþekkingu hvers og eins til að skapa óviðjafnanlega heildarmynd.

„Þessi sameining gerir okkur kleift að nýta þá gríðarmiklu þekkingu og reynslu sem hver starfsmaður býr yfir til að sameinast í eitt, öflugt teymi með fagmennsku og ástríðu að leiðarljósi“ segir Jón Diðrik Jónsson forstjóri Senu um sameininguna.

Starfsemi Senu skiptist nú í tvö grunnsvið: viðburði og afþreyingu. Undir viðburðasviðið heyra annars vegar lifandi sýningar, svo sem tónleikar, uppistönd og Iceland Airwaves og hins vegar fyrirtækjaviðburðir, svo sem ráðstefnur, hvataferðir og árshátíðir. Undir afþreyingarsviðið heyrir dreifing kvikmynda, Playstation og rekstur kvikmyndahúsa. Framkvæmdastjóri viðburðasviðs er Ísleifur B. Þórhallsson og framkvæmdastjóri afþreyingarsviðs er Konstantín Mikaelsson.

Starfsfólk Senu hlakkar til að geta boðið einstaklingum og fyrirtækjum framúrskarandi þjónustu þar sem sameiginlegur sköpunarkraftur þessara afla kemur saman. Hvort sem um er að ræða heimsklassa tónleika, ógleymanlega hópaferð, ráðstefnu í hæsta gæðaflokki, stórskemmtilega árshátíð eða nýjustu stórmyndina, þá er okkar hugsjón alltaf sú sama: Þín upplifun er okkar ástríða!

Nánari upplýsingar veitir Jón Diðrik í netfangi: jd@sena.is

/cpreykjavik

Comments Box SVG iconsUsed for the like, share, comment, and reaction icons

This message is only visible to admins:
Problem displaying Facebook posts. Backup cache in use.

Error: The user must be an administrator, editor, or moderator of the page in order to impersonate it. If the page business requires Two Factor Authentication, the user also needs to enable Two Factor Authentication.
Type: OAuthException

Our amazing event team did a great job last weekend. What a night to remember!
.
Your experience is our passion!
.
.
.
#eventplanner #incentives #mice #iceland #dmc #events #harpaconcerthall #eventplannerlife #eventplanning #conferences #PCO @ Harpa Concert Hall and Conference Centre
... See MoreSee Less

21.01.20

... See MoreSee Less

02.12.19

... See MoreSee Less

02.12.19

What does your event need to be outstanding?

We take care of all the details to make your event a nigth to remember.

#eventplanner #eventpro #incentiveiceland #dmc #Iceland @ Reykjavík, Iceland
... See MoreSee Less

01.11.19

RÁÐSTEFNUR

Skipulag / Fjármál / Skráningar
Abstraktkerfi / Vefsíður og öpp / Sýningar

Ráðstefnuskipulagning er okkar sérgrein og við höfum að leiðarljósi að þau verkefni sem við komum að séu  ólgeymanleg í alla staði. Okkar markmið er að viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að faglegum þætti verkefnisins á meðan við sinnum þeim verklega.

Nánari upplýsingar

VIÐBURÐIR

Árshátíðir / Starfsdagar / Hópefli og Fjörefli
Afmæli / Kokteilboð / Partí

Við búum yfir mikill reynslu á sviði viðburðastjórnunar og erum sérfræðingar þegar kemur að því að velja staðsetningu, veitingar, hönnuði, listamenn og skemmtikrafta. Útsjónarsemi okkar og reynsla gerir stjórnendum kleift að slaka á, taka þátt og njóta viðburðarins.

Nánari upplýsingar

INCENTIVES / DMC

Tailored travel / VIP travel / Meetings
Activities / Events  / Award ceremonies

Við sérhæfum okkur í skipulagningu og móttöku erlendra fyrirtækjahópa ásamt því að aðstoða íslensk fyrirtæki við að taka á móti erlendum gestum og viðskiptavinum. Við erum fullgildir ferðaskipuleggjendur með ferðaskrifstofuleyfi á Íslandi (DMC).

Nánari upplýsingar
Allir starfsmenn / Um fyrirtækið

GALLERY

Við sjáum um smáatriðin meðan þú nýtur ævintýranna.

AÐILDARFÉLÖG & VERÐLAUN

FKA-logo-nafn copy

Meet in Reykjavik

micereport2012

saf

Society for Incentive Travel Excellence

Samtök Atvinnulífsins

ICCA-logo

UMSAGNIR

Takk fyrir frábæra skipulagningu og utanumhald! Ég er mjög ánægð með kvöldið og fannst það heppnast stórkostlega. Setningar eins og ,,besta árshátíð sem haldin hefur verið” og ,,fullkomið kvöld” lýsa vel upplifun okkar starfsfólks á þessu frábæra kvöldi.

Freyja Eiríksdóttir, sérfræðingur í mannauðsdeild Samskipa v/Árshátíð 2017.

Þetta heppnaðist allt mjög vel og allir í skýjunum með daginn. Eins og alltaf þegar þið hafið skipulagt svona viðburði fyrir okkur þá stóðst þetta allar okkar væntingar. Takk kærlega fyrir að halda utan um þetta fyrir okkur.

Sigurgeir Már Halldórsson, Icelandair Cargo

CP Reykjavík sá um skráninguna, gisingu, bókanir í viðburði, barmmerki og innheimtu á ráðstefnu félagsins sem haldin var á Hótel Örk. Allt gekk eins og í sögu, allir ofsalega ánægðir og glaðir með þetta allt saman 🙂 – Þúsund þakkir fyrir frábæra þjónustu!

Ósk Sigurðardóttir, Iðjuþjálfarafélag Íslands

Partíið var frábærlega vel heppnað og almenn ánægja hjá starfsfólki. Þið eruð alveg með þetta 🙂

Ágústa Harðardóttir, Lýsi

Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands hefur markað sér sess sem lykilviðburður í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi. Undanfarin ár höfum við notið aðstoðar frá CP Reykjavík við undirbúning og skipulagningu viðburðarins. Þjónusta CP hefur hjálpað okkur hjá Viðskiptaráði við að gera góðan viðburð enn betri.

Frosti Ólafsson, Viðskiptaráð Íslands

Við hjá Sjóvá höfum fengið CP Reykjavík í lið með okkur við skipulagningu og undirbúning starfsdaga hjá okkur. Öll umgjörð, tímasetningar, samskipti og önnur skipulagning hefur verið framúrskarandi og einstaklega gott að vita að svo mikilvæg málefni séu í góðum höndum. Mælum hiklaust með CP Reykjavík.

Guðlaug Inga Guðlaugsdóttir

Við hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi – ISAL höfum notið aðstoðar CP Reykjavík við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd árshátíða og annarra starfsmannaatburða undanfarin ár. Við höfum átt gott samstarf við CP Reykjavík og verið einstaklega ánægð með þjónustu þeirra og faglega vinnu.

Auður Ýr Sveinsdóttir, Rio Tinto Alcan

Öll norðurlöndin hafa þakkað fyrir sérlega vel heppnaða ráðstefnu. Samkvæmt kollegum okkar á norðurlöndunum var allt gott á Íslandi; Skipulagið, dagskráin, maturinn og öll leiðsögn.

Kristín Færseth, Félag prófessora við ríkisháskóla á norðurlöndum

ENERGETIC ICELAND

ÍTAREFNI

Video | Velkomin til Íslands!
Video | Í árshátíðum erum við best!
Video | Vestnorden Travel Mart TimeLaps
Video | CP Reykjavík kynningarmyndband
PDF | Ráðstefnur
PDF | Viðburðir
PDF | Hvataferðir
PDF | 2017 Catalogue

VIÐ ERUM Á INSTAGRAM

@cp_reykjavik     /     #cpreykjavik

Instagram post 2232909198453186345_1736066914 Something unique and out in the nature #bestmemories #eventpro #incentiveiceland #adventuretime #neverstopexploring #Iceland #adventure #drinks #nature #senadmc #storytotell #askadmc

Something unique and out in the nature #bestmemories #eventpro #incentiveiceland #adventuretime #neverstopexploring #Iceland #adventure #drinks #nature #senadmc #storytotell #askadmc ...

16 0
Instagram post 2198028268580475160_1736066914 Christmas lunch with our team today and of course everyone used the moment to show off their Christmas sweaters #christmas #senadmc #team #eventpro #incentiveiceland #Iceland

Christmas lunch with our team today and of course everyone used the moment to show off their Christmas sweaters #christmas #senadmc #team #eventpro #incentiveiceland #Iceland ...

29 0
This error message is only visible to WordPress admins

Error: Access Token for cp_reykjavik is not valid or has expired. Feed will not update.

There's an issue with the Instagram Access Token that you are using. Please obtain a new Access Token on the plugin's Settings page.
If you continue to have an issue with your Access Token then please see this FAQ for more information.