RÁÐSTEFNUR

Sameinum kraftana – þannig náum við árangri

Er ráðstefna, fundur, sýning eða þing framundan?

Fáðu faglega aðstoð við ferlið frá upphafi til enda.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að því að skipuleggja ráðstefnur, þing eða fundi og mikilvægt að standa vel að verki strax frá byrjun. Starfsmenn ráðstefnudeildar CP Reykjavík búa yfir mikilli sérhæfingu og þekkingu á öllu því sem tengist ráðstefnuhaldi, undirbúningi og framkvæmd slíkra viðburða – og nýta alla sína þekkingu þér í hag svo að ráðstefnan fari sem best fram.

Metnaður okkar felst í að viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að faglegum þætti verkefnisins á meðan við sinnum þeim verklega. Við leggjum áherslu á gott samstarf við okkar viðskiptavini og samstarfsaðila og höfum að leiðarljósi að þau verkefni sem við komum að séu vel heppnuð og ógleymanleg.

Hafðu samband og við sameinum kraftana til að ná sem bestum árangri.

Hafa samband við ráðstefnudeild

Thank you for organizing this very successful symposium. – This success would not have been possible without the great efforts from you and your team. You were always positive, enthusiastic, helpful and, in these cost cutting times, always very cost efficient.

Petter U Gahre, Noreco.

We should all be proud of what we achieved in these difficult times for our industry. Many thanks to Kristjana and the team in CP Reykjavik for a most professional and efficient collaboration and execution – thanks a lot. The collaboration over the last 2 years has been a pleasure.

Arve Konrad, Past President NFES and Chairman of organizing committee for the 57th SPWLA Annual Symposium.

Ráðstefnuskipulagning er okkar fag

Alhliða skipulagning á ráðstefnum, þingum og fundum felur í sér bókun á ráðstefnu- og fundaraðstöðu, umsjón með veitingum, gerð upplýsinga- og kynningarganga, vefsíðugerð fyrir viðburðinn og viðhald hennar, skráning þátttakenda og aðstoð við dreifingu efnis til þeirra. Efnisöflun frá fyrirlesurum og umsjón útdrátta (abstrakta), uppsetning fyrirtækja- og vörusýninga í tengslum við viðburðinn, móttökur, lokahóf og aðrar skemmtanir – og samskipti við þjónustuaðila.

Almenn ferðaþjónusta fyrir þátttakendur og samferðafólk er einnig stór þáttur í þjónustu okkar, en þar má meðal annars nefna bókun gistirýmis, skoðunarferðir fyrir og eftir ráðstefnur, bílaleigubílar ofl. Fjármálastjórn ráðstefnunnar felur svo í sér gerð fjárhagsáætlana, þarfagreiningar, útvegun tilboða, samningagerð við birgja, greiðslu reikninga og að lokum, uppgjör við þátttakendur, birgja og sýnendur.

Öllum þessum þáttum sinna starfsmenn ráðstefnudeildar CP Reykjavíkur af alúð, kunnáttu og lipurð fyrir þína hönd svo að ráðstefnan njóti sem mestrar velgengni.

Skipulag
Fjármál
Skráningarkerfi
Abstraktkerfi
Heimasíður
Öpp
Sýningar
Ráðstefnan heim

Frábæra ráðstefnuteymið okkar

Kristjana Magnúsdóttir
Verkefnastjóri

Lára B. Pétursdóttir
Framkvæmdastjóri