UM OKKUR

Við gerum atvinnulífið viðburðaríkara

Um okkur

CP Reykjavík er frísklegt og skapandi þjónustufyrirtæki sem býr yfir áralangri reynslu í því að skipuleggja ráðstefnur, viðburði og hvataferðir. Við sérhæfum okkur í skipulagningu og utanumhaldi um ráðstefnur, fundi og sýningar, framkvæmd á óvenjulegum og spennandi viðburðum og bjóðum upp á hvetjandi og skapandi hvataferðir sem og lúxus ferðir fyrir bæði innlenda og erlenda viðskiptavini.

Við höfum fagmennsku og hugmyndaauðgi að leiðarljósi á öllum sviðum. Við sníðum þjónustuna að þínum þörfum og kunnum ótal ráð til að gera viðburðinn sem ánægjulegastan.

Sendu okkur póst

Sagan

Árið 2000 stofnaði Lára B. Pétursdóttir ráðstefnufyrirtækið Congress Reykjavík, en þá hafði Lára starfað í fjölda ára við íslenska ferðaþjónustu, bæði við skipulagningu ferða fyrir erlenda ferðamenn sem og á sviði ráðstsefnu- og fundaskipulagningar. Á fimmtán ára starfsferli Congress Reykjavík skapaði fyrirtækið sér virðingarsess í greininni og starfaði náið með fjölmörgum fyrirtækjum, ráðuneytum og nefndum við undirbúning og skipulagningu margra af viðamestu ráðstefnum og þingum sem haldin voru á Íslandi á tímabilinu.

Nokkru síðar, eða árið 2004, stofnaði Marín Magnúsdóttir viðburða- og hvataferðafyritækið Practical eftir að hafa lokið námi við Queensland University of Technology, en þar varð hugmyndin að Practical til. ,,Vertu Practical” var einmitt eitt af fyrstu einkunnarorðum fyrirtækins, en sérhæfing Practial fólst í skipulagningu viðburða, skemmtiferða, hvataferða, vinnuferða og ýmissa sérferða innanlands jafnt sem utan. Einkunnarorð fyrirtækisins voru fagmennska, gleði, skapandi og samvinna.

Á haustmánuðum 2014 ákváðu svo þessar tvær kjarnakonur að sameina krafta sína undir merkjum CP Reykjavík, en nýtt fyrirtæki hóf starfsemi í janúar 2015. Samtals starfa nú 18 manns hjá fyrirtækinu sem er einstakt sinnar tegundar á Íslandi – það eina sem sameinar þessa þrjá þætti undir einu þaki; Ráðstefnur, viðburði og hvataferðir.

Frá sameiningu hefur auk þess bæst í hópinn ráðstefnufyrirtækið Gestamóttakan ehf – Your Host in Iceland, sem á vormánuðum 2016 varð partur af CP Reykjavík. Your Host in Iceland var stofnuð af Ingu Sólnes og Hildi Jónsdóttur árið 1996.

Til að byrja með lagði fyrirtækið áherslu á að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að taka á móti erlendum gestum og sendinefndum og skipuleggja heimsóknir þeirra, en svo þróaðist starfsemin yfir í að skipuleggja ráðstefnur og fundi ásamt því að sjá um hvataferðir og viðburði í tengslum við ráðstefnurnar.

Sena
Skeifan 17 (3. hæð), 108 Reykjavík, Iceland
Sími: +354 510 3900
Kt: 651005-0780 // VSK: 119306

Lógó og markaðsefni
Hönnunarstaðall fyrir lógó, letur og liti
Hlaða niður lógóum (ZIP)
Hafa samband við markaðsdeild
Gildin okkar: 3F

Fersk
Við erum hugmyndarík, skapandi og alltaf á tánum svo við getum þjónað viðskiptavinum okkar sem best. Við hugsum út fyrir rammann í hverju skrefi og tökumst á við öll verkefni af krafti og gleði.

Fagleg
Við erum traust, skipulögð og beitum sérþekkingu á ólík úrlausnarefni. Við berum virðingu fyrir þörfum viðskiptavina, samstarfsaðila og samstarfsfólks okkar og leggjum mikla áherslu á góða samvinnu allra aðila.

Framúrskarandi
Við erum framúrskarandi fyrirtæki og viljum fara fram úr væntingum viðskiptavina okkar. Við bjóðum þeim einstaka upplifun og að sama skapi er upplifun að starfa hjá CP Reykjavík.

Teymið okkar

Anna R. Valdimarsdóttir
Framkvæmdastjóri / Hvataferðir & VIP ferðir
Bryndís Lúðvíksdóttir
Gjaldkeri / Fjármál
Helga G. Þorvaldsdóttir
Verkefnastjóri / Ráðstefnudeild
Helga Kristín Tryggvadóttir
Verkefnastjóri / Incentives & VIP Travel
Kristjana Magnúsdóttir
Verkefnastjóri / Ráðstefnudeild
Lára B. Pétursdóttir
Framkvæmdastjóri / Ráðstefnudeild
Marín Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri / Viðburðadeild
Sindri Ástmarsson
Deildarstjóri viðburða