Viðburðir2018-09-24T12:01:56+00:00

VIÐBURÐIR

Við sköpum ógleymanlegar minningar

Ert þú að hugsa um hvataferð, hópefli, árshátíð, óvissuferð eða skemmtilegan dag fyrir þinn hóp?

Er fyrirtækið að flytja í nýtt húsnæði, áttu von á erlendum gestum eða viltu gera vel við viðskiptavini þína? Viðburðir geta átt stóran þátt í að styrkja stöðu fyrirtækja og vel heppnaður viðburður fær fólk til þess að tala vel um fyrirtækið og deila minningum um einstaka upplifun.

Starfsfólk CP Reykjavíkur býr að margra ára reynslu í skipulagningu viðburða og þekkir vel til allra möguleika þegar velja á staðsetningu, veitingamenn, listamenn, hönnuði og skemmtikrafta. Útsjónarsemi okkar og reynsla af utanumhaldi gerir stjórnendum fyrirtækja líka kleift að slaka á, taka þátt og njóta viðburðarins til hlítar.

Við hjálpum þér að búa til ógleymanlega upplifun með þínum hópi! 

Senda fyrirspurn á viðburðadeild

Takk fyrir frábæra skipulagningu og utanumhald! Ég er mjög ánægð með kvöldið og fannst það heppnast stórkostlega. Setningar eins og ,,besta árshátíð sem haldin hefur verið” og ,,fullkomið kvöld” lýsa vel upplifun okkar starfsfólks á þessu frábæra kvöldi.

Freyja Eiríksdóttir, sérfræðingur í mannauðsdeild Samskipa v/Árshátíð Samskipa 2017.

Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands hefur markað sér sess sem lykilviðburður í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi. Undanfarin ár höfum við notið aðstoðar frá CP Reykjavík við undirbúning og skipulagningu viðburðarins. Þjónusta CP hefur hjálpað okkur hjá Viðskiptaráði við að gera góðan viðburð enn betri.

Frosti Ólafsson, fyrrv.framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Við hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi – ISAL höfum notið aðstoðar CP Reykjavíkur við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd árshátíða og annarra starfsmannaatburða undanfarin ár. Við höfum átt gott samstarf við CP Reykjavík og verið einstaklega ánægð með þjónustu þeirra og faglega vinnu.

Auður Ýr Sveinsdóttir, Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Við sérsníðum okkar þjónustu að þínum þörfum

Við leggjum höfuðáherslu á framúrskarandi þjónustu og persónuleg samskipti við viðskiptavini okkar. Við sérhönnum alla viðburði og ferðir í samræmi við þarfir og óskir viðskiptavina okkar. Þannig verða CP Reykjavík viðburðir óhefðbundnir, skemmtilegir, skapandi og ógleymanlegir.

Þetta aðgreinir okkur frá keppinautum okkar og hefur leitt til þess að viðskiptavinir okkar leita til okkar aftur og aftur – sem eru okkar bestu meðmæli.

Árshátíðir
Starfsdagar
Hvataferðir
Hópinn heim & móttaka viðskiptavina
Markaðsviðburðir
Fjölskyldudagar
Aðrir viðburðir

Hugmyndabankinn – hópeflis- og hvataferðadagar

Ert þú að hugsa um hvataferð, hópefli, árshátíð, óvissuferð eða skemmtilegan dag fyrir þinn hóp? Við erum full af góðum hugmyndum og hér má finna nokkrar þeirra. Þetta er þó auðvitað bara sýnishorn – við eigum troðfullar skúffur af allskonar skemmtilegu að gera og það er aldrei skortur á ferskum og framúrskarandi hugmyndum fyrir okkar viðskiptavini.

Nýr sérhannaður liðsuppbyggingarleikur sem smíðaður er af reynslumiklum og þekktum leikara í samvinnu við hópeflismeistara okkar. Áhersla lögð á mikið fjör enda mest byggt upp af leiklistaræfingum. Reynir á þægindasvæði hvers þátttakenda en eflir um leið traust, samkennd, samskipti og fólk mun svo sannarlega kynnast betur. Hér er sko endalaust hlegið!

Verð frá : 6500.- á mann m.v. lágmark 20 manns.

Ölgerðin býður þátttakendur velkomna í ferðalag um sögu íslensks bjórs. Gestir verða fræddir um bjór og rifjaðar eru upp skemmtilegar staðreyndir um bjór og vínmenningu okkar Íslendinga. Eftir bjórinn tekur osturinn við. Gestir fá innsýn inn hvaða ostar hafa besta óþefinn, fá að smakka og fræðast. Yndisleg heimsreisa fyrir bragðlaukana.

Verð frá: 9.900.- á mann m.v. lágmark 30 manns.

Fyrsta stopp er Harpa. Hún er orðin ein af helstu einkennum miðborgar Reykjavíkur og er mjög áhugavert fyrir alla að fá að heyra um hönnun hennar og byggingu. Næst er það hópferð á litlum rafknúnum hjólum sem gera miðborgarrúntinn ógleymanlegan. Eftir vind í hárið þá er fátt betra en æðislegur kokteill. Þátttakendum verður skipt í lið þar sem markmiðið er að búa til albestu margarituna. Margaritumeistararnir verða krýndir eftir að allir hafa fengið borgara&bjór á sama stað.

Verð frá : 13.900.- á mann m.v. lágmark 30 manns.

Þessi dagskrá er þétthlaðin. Í upphafi leiðir rakari áhugasama inn í wiský heiminn og sýnir leiðir hvernig má para wiský og bjór saman. Næst tekur hrollurinn við. Göngutúr um miðborg Reykjavíkur þar sem leiðsögumaður fer yfir allar helstu draugasögur borgarinnar. Til að létta lundina eftir hryllinginn verður komið við í súkkulaðiverksmiðju. Hvað er súkkulaði eiginlega? Auðvitað er helling að smakka. Allir saddir nei, næst er það Búrið og flottasti ostasnillingur landsins. Hún gerir alla að sérfræðingum í að para osta við léttvín. Endir og upphaf alls er á Bryggjunni þar sem gómsætur kvöldverður og óvenjulegir bjórar bíða þátttakenda til að loka geggjuðum degi.

Verð frá: 26.900 m.v. 30 manns

Allir í rútu þar sem rútuferðin verður gerð ógleymanleg með stuði, skemmtun. Fyrst á dagskrá er dúndurgönguferð í óspilltri náttúrunni í Reykjadal. Svefnbærinn Hveragerði verður vakinn með látum með klassískum CP Reykjavík spretti um bæinn. Leikurinn er blanda af hugarþrautum, verkefnalausnum, spaugilegum úrlausnum og stútfullur að gleði.  Eftir útivistarsprengju fá allir herbergi á krúttlegasta gistiheimili sunnan heiða og kvöldverð í gömlu þinghúsi sem nýverið er búið að gera upp. Þar klára trúbador daginn með frábærum samsöng og stuði.

Verð frá: 49.900 m.v. 25 manns

Frábæra viðburðateymið okkar

Marín Magnúsdóttir
Framkvæmdastjóri