VIÐBURÐIR

Við sköpum ógleymanlegar minningar

Ert þú að hugsa um hópefli, árshátíð, óvissuferð eða skemmtilegan dag fyrir þinn hóp?

Er fyrirtækið að flytja í nýtt húsnæði, áttu von á erlendum gestum eða viltu gera vel við viðskiptavini þína? Viðburðir geta átt stóran þátt í að styrkja stöðu fyrirtækja og vel heppnaður viðburður fær fólk til þess að tala vel um fyrirtækið og deila minningum um einstaka upplifun.

Starfsfólk CP Reykjavíkur býr að margra ára reynslu í skipulagningu viðburða og þekkir vel til allra möguleika þegar velja á staðsetningu, veitingamenn, listamenn, hönnuði og skemmtikrafta. Útsjónarsemi okkar og reynsla af utanumhaldi gerir stjórnendum fyrirtækja líka kleift að slaka á, taka þátt og njóta viðburðarins til hlítar.

Við hjálpum þér að búa til ógleymanlega upplifun með þínum hópi! 

Senda fyrirspurn á viðburðadeild

Takk fyrir frábæra skipulagningu og utanumhald! Ég er mjög ánægð með kvöldið og fannst það heppnast stórkostlega. Setningar eins og ,,besta árshátíð sem haldin hefur verið” og ,,fullkomið kvöld” lýsa vel upplifun okkar starfsfólks á þessu frábæra kvöldi.

Freyja Eiríksdóttir, sérfræðingur í mannauðsdeild Samskipa v/Árshátíð Samskipa 2017.

Árlegt Viðskiptaþing Viðskiptaráðs Íslands hefur markað sér sess sem lykilviðburður í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi. Undanfarin ár höfum við notið aðstoðar frá CP Reykjavík við undirbúning og skipulagningu viðburðarins. Þjónusta CP hefur hjálpað okkur hjá Viðskiptaráði við að gera góðan viðburð enn betri.

Frosti Ólafsson, fyrrv.framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.

Við hjá Rio Tinto Alcan á Íslandi – ISAL höfum notið aðstoðar CP Reykjavíkur við skipulagningu, undirbúning og framkvæmd árshátíða og annarra starfsmannaatburða undanfarin ár. Við höfum átt gott samstarf við CP Reykjavík og verið einstaklega ánægð með þjónustu þeirra og faglega vinnu.

Auður Ýr Sveinsdóttir, Rio Tinto Alcan á Íslandi.

Við sérsníðum okkar þjónustu að þínum þörfum

Við leggjum höfuðáherslu á framúrskarandi þjónustu og persónuleg samskipti við viðskiptavini okkar. Við sérhönnum alla viðburði og ferðir í samræmi við þarfir og óskir viðskiptavina okkar. Þannig verða CP Reykjavík viðburðir óhefðbundnir, skemmtilegir, skapandi og ógleymanlegir.

Þetta aðgreinir okkur frá keppinautum okkar og hefur leitt til þess að viðskiptavinir okkar leita til okkar aftur og aftur – sem eru okkar bestu meðmæli.

Árshátíðir
Starfsdagar
Hópinn heim & móttaka viðskiptavina
Markaðsviðburðir
Fjölskyldudagar
Aðrir viðburðir

Frábæra viðburðateymið okkar

Sindri Ástmarsson
Deildarstjóri viðburða

Heiða Eiríksdóttir
Verkefnastjóri